Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvað er hann Björn núna að rugla, að skipta upp embætti Sýslumannsins á Suðurnesjum er undarleg ákvörðun. Embætti Sýslumannsins var stofnað fyrir um það bil ári og hefur Jóhann R. Benediktsson af öðrum ólöstuðum reynst einn besti, virkasti og öflugasti sýslumaður landsins.
Við höfum fylgst með því þegar tollverðir og lögreglumenn embættisins eru að leggja hald á mikið magn fíkniefna, fara fram með festu gegn glæpaklíkum erlendum sem innlendum. Jóhann er einn af þeim embættismönnum sem hefur aukið tiltrú og virðingu gagnvart lögreglumönnum á íslandi.
Dómsmálaráðherra kannski að skera frekar niður hjá Ríkislögreglustjóraembættinu og setja meiri pening til suðurnesja, þar sem verið er að draga úr glæpum á mjög skilvirkan hátt.
Lögreglumenn og tollverðir á Suðurnesjum hafa fundað mikið síðustu daga og lýst yfir megnri óánægju vegna fyrirhugaðrar uppskiptingar embættis Sýslumannsins, sem enginn virðist skilja neitt í.
Ekki gera samfélaginu það að það missi Jóhann R. Benediktsson vegna dyntótts dómsmálaráðherra.
Suðurnesjamenn standið með ykkar manni.
Stjórnmál og samfélag | 28.3.2008 | 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er að gerast, og í Hafnarfirði af öllum stöðum, Hafnarfjarðarbær er að bera út einstæða 6 barna móðir ásamt fjórum börnunum hennar og af þeim er eitt barnið fatlað. Ástæðan fyrir þessum útburði er sú að konan hefur ekki haft nógu há laun til að geta borgað bænum leiguna.
Mér verður óglatt þegar ég hugsa um þessa ótrúlegu sögu og skil ekki kuldann í Hafnarfjarðarbæ, að fólk sem starfar þar skuli ekki reyna að finna aðra og betri lausn á málum þessarar fjölskyldu. Auðvitað er búið að reyna að semja við bæinn en hún hefur ekki getað staðið við sitt og borgað bænum. Það er alveg augljóst að þegar launin duga ekki fyrir mat og leigu hljóta allir foreldrar að fæða börnin sín, og þegar ekki eru til peningar til að borga niðurgreidda leigu sveitarfélags er ósennilegt að þau geti farið að leigja á almennum markaði.
Finnst þér ekki skrítið að þegar bera á þessa fjölskyldu út eru laun einstakra manna hér á landi eru slík að með nokkurra tíma vinnu gætu þeir greitt fyrir leigu þessarar fjölskyldu í heilt ár? Ekki skilja það svo að ég sé á móti því að fólk hafi mikil laun, því fleiri því betra, en eigum við sem þjóð á sama tíma ekki að hugsa betur um okkar minnstu bræður?
Getur þú ímyndað þér skömmina, niðurlæginguna og sorgina sem þessi móðir er að upplifa NÚNA? Á hún ekki skilið eitthvað betra frá okkur, eftir að hafa komið sex börnum á legg?
Og börnin hvernig ætli að þeim líði NÚNA, á meðan að þau eru að pakka dótinu sínu og vita ekki hvar þau eiga heima eftir viku, ætli að það sé hnútur í maganum og gallbragð í munninum? Á barn að þurfa að upplifa þetta?
Þetta skítur skökku við nú þegar landsmenn eiga að hafa það svo gott og enginn talar um fátækt, en fátægt er vissulega til hvað sem ráðamenn segja, málið er að það er óþægilegt að tala um fátækt, ráðherrar vilja ekki tala um eða láta spyrja sig um fátækt, svona eins og Strútar stinga hausnum í sandinn og vona að þetta hverfi allt.
Hvað á að gera? Hvað á móðir fatlaðs barns, sem hefur ekki getið unnið nema hálfan daginn að gera? Hver er ábyrgð sveitarfélagsins? Hvað með ríkið, félagsmálaráðuneytið?
Stjórnmál og samfélag | 13.9.2007 | 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar