Sýslumaður fólksins

JohannHvað er hann Björn núna að rugla, að skipta upp embætti Sýslumannsins á Suðurnesjum er undarleg ákvörðun.  Embætti Sýslumannsins var stofnað fyrir um það bil ári og hefur Jóhann R. Benediktsson af öðrum ólöstuðum reynst einn besti, virkasti og öflugasti  sýslumaður landsins. 

Við höfum fylgst með því  þegar tollverðir og lögreglumenn embættisins eru að leggja hald á mikið magn fíkniefna, fara fram með festu gegn glæpaklíkum erlendum sem innlendum. Jóhann er einn af þeim embættismönnum sem hefur aukið tiltrú og virðingu gagnvart lögreglumönnum á íslandi.

Dómsmálaráðherra kannski að skera frekar niður hjá Ríkislögreglustjóraembættinu og setja meiri pening til suðurnesja, þar sem verið er að draga úr glæpum á mjög skilvirkan hátt.

Lögreglumenn og tollverðir á Suðurnesjum hafa fundað mikið síðustu daga og lýst yfir megnri óánægju vegna fyrirhugaðrar uppskiptingar embættis Sýslumannsins, sem enginn virðist skilja neitt í.

Ekki gera samfélaginu það að það missi Jóhann R. Benediktsson vegna dyntótts dómsmálaráðherra.

Suðurnesjamenn standið með ykkar manni.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband